54. Fimm þættir þyngdartaps

Aðventan getur verið krefjandi tími fyrir þær sem hafa unnið hörðum höndum allt árið að þyngdartapi. Ég hef tekið saman 5 þætti úr podcastinu mínu sem gott er að hlusta á og hafa sem stuðning í gegnum aðventuna. Þættirnir eru frábær leið fyrir þig til að auka skilning þinn á ofþyngd og ofáti, hvað það er sem gerist þegar við borðum of mikið og of oft og hvernig hægt er að bregðast við því.

Ég fjalla um sjálfsrækt, sjálfsmildi, hugsanir og tilfinningar og hvernig þessir þættir eru lykilatriðin þegar kemur að þyngdartapi.