63. Gagnrýni

Í dag ætla ég að tala um gagnrýni. Einn stærsti ótti sem við höfum, þegar við ætlum að stíga útúr þægindarammanum og vera sýnileg er óttinn við gagnrýni.

Auðveldasta leiðin til að fá aldrei gagnrýni er að taka aldrei áhættu, að halda sig til hlés, að stækka ekki, vera alltaf sammála, andmæla engum, taka enga áhættu og ögra ekki skoðunum hópsins þíns.

Það sem þú munt læra í þessum þætti:
Af hverju það er eðlilegt að óttast gagnrýni.
Helstu ráðin mín við utanaðkomandi gagnrýni.
Helstu ráðin mín við sjálfsgagnrýni.
Af hverju gagnrýni getur verið af hinu góða.
Ráð mitt ef það er ekki fótur fyrir gagnrýninni.