1 mínútna lesning
Til þess að geta náð djúpum og endurnærandi svefni þarftu að byrja að undirbúa þig fyrir fram. Reyndu að gefa þér klukkutíma áður en þú ferð að sofa til að „ná þér niður“.
Þessar kvöldvenjur og rútínur munu bæta svefninn þinn:
1. Farðu á sama tíma að sofa. Það stillir innri klukkuna af og eykur gæði svefnsins.
2. Forðastu áfengi, koffín og þungan mat áður en þú ferð að sofa. Borðaðu kvöldmat fyrr á kvöldin og hafðu snarl eftir kvöldmat undantekningu en ekki reglu.
3. Takmarkaðu notkun tækja fyrir svefn. Blá birta truflar svefninn þinn og þú ættir að sleppa notkun snjalltækja 1-2 klukkustundum fyrir svefn.
4. Ekki geyma tækin þín í svefnherberginu. Takmarkaðu þá freistingu að skoða símann fyrir háttinn eða um miðjar nætur ef þú skyldir vakna.
5. Svefnherbergið þitt er fyrir svefn. Þjálfaðu hugann til að líta á svefnherbergið sem stað þar sem þú vindur ofan af þér og sefur.
6. Hafðu svefnherbergið þitt dimmt og svalt. Fjárfestu í myrkvunargardínum eða notaðu svefngrímu. Hitinn í herberginu ætti að vera 18 til 22 C gráður.
7. Notaðu lykt til að slaka á. Notaðu lofnarblóm (lavender), ilmberkju (ylang ylang) eða vanilluolíur til að slaka á og róa hugann.
8. Æfðu öndunaræfingar. Notaðu Box Breathing -öndunartæknina áður en þú ferð upp í rúm: andaðu að þér á meðan þú telur upp að fimm, andaðu frá þér á meðan þú telur upp að fimm.
9. Dragðu úr hávaða. Vertu viss um að útrýma eða draga úr öllum hávaða sem getur truflað svefninn þinn.
10. Hugleiðsla er góð leið til að slaka á.
Skráðu þig og fáðu Magasínið með Lindu Pé sent ókeypis á netfangið þitt á sunnudögum. Linda deilir með þér uppáhalds efninu sínu tengdu lífstíl, heilsu, fegurð, ferðalögum o.fl