1 mínútna lesning

Stundum gleymum við því hve öflug ein ákvörðun getur verið. Við þurfum ekki að vita nákvæmlega hvernig allt fer – en það gerist eitthvað sérstakt þegar við látum vaða og segjum: „Ég er tilbúin að veðja á mig.“

Í fyrra, þegar ég stofnaði Lífsþjálfaskólann, var það einmitt þannig hjá mér. Ég vissi ekki nákvæmlega hvert það myndi leiða, en ég gat ekki lengur hunsað röddina sem kallaði á mig. Ég veðjaði á mig – og það hafði keðjuverkandi áhrif.

Fyrsti hópurinn úr skólanum hefur nú útskrifast og ég horfi með aðdáun á þær konur sem fylgdu kallinu, veðjuðu á sjálfar sig og stigu inn í nýjan kafla. Þær eru lifandi sönnun þess að ein ákvörðun – sú að segja já við sjálfri sér – getur umbreytt ekki aðeins eigin lífi, heldur einnig lífi þeirra sem þær munu leiða og styðja.

Ef þú stendur á krossgötum, ef eitthvað býr innra með þér sem bíður eftir að fá rými – þá vil ég segja þér þetta: Þú þarft ekki að sjá fyrir þér alla leiðina. Þú þarft bara að taka eina ákvörðun. Og hún getur breytt öllu.

Nú getur þú skráð þig á biðlista Lífsþjálfaskólans og fengið að vita á undan öðrum þegar opnar fyrir næsta hóp nemenda. Þetta gæti verið sú ákvörðun – sem breytir öllu fyrir þig.

 

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG Á BIÐLISTANN