1 mínútna lesning
Í Lífsþjálfaskólanum hafa nemendur þurft að kafa djúpt ofan í eigin tilfinningar og takast á við fjölda verkefna. Eitt af því sem upp kom var umræða um „skroll” tímann í símanum og af hverju við eyðum svona miklum tíma í „skrollið”. Er ástæðan jafnvel sú að við kunnum ekki að gera ekki neitt, eða að láta okkur hreinlega leiðast?
Góð æfing til að sitja í eigin hugsunum er að setjast í stól - Leiðindastólinn - og gera ekki neitt í nokkrar mínútur, leyfa hugsunum að koma en bregðast ekki við þeim á neinn hátt.
Skráðu þig og fáðu Magasínið með Lindu Pé sent ókeypis á netfangið þitt á sunnudögum. Linda deilir með þér uppáhalds efninu sínu tengdu lífstíl, heilsu, fegurð, ferðalögum o.fl