1 mínútna lesning
Ég hef svo litla trú á mér. Ég býst alltaf við því að mistakast.
Hvað get ég gert?
Svar: Þetta gerist þegar við reynum að byggja framtíðina á fortíðinni.
Fortíðin er ekkert annað en hugsanir þínar um hana núna. Ákveddu hvað þú ætlar að taka með þér og byrjaðu að hanna framtíðina með nýjum og ferskum hugsunum um þig. Það er í boði. Byrjaðu að æfa nýjar hugsanir um þig sem heiðra þá frábæru konu sem þú ert. Finndu hugsun sem lætur þér líða aðeins betur í dag en í gær, eina hugsun í einu. Minntu þig á hvað það er margt sem þér hefur ekki mistekist.
Heilinn á þér vill minna þig á mistökin en þú þarft að læra að leiðbeina honum í nýja og jákvæðari átt og það gerir þú með því að hugsa kröftugri hugsanir og spyrja þig kröftugra spurninga.
Skráðu þig og fáðu Magasínið með Lindu Pé sent ókeypis á netfangið þitt á sunnudögum. Linda deilir með þér uppáhalds efninu sínu tengdu lífstíl, heilsu, fegurð, ferðalögum o.fl