1 min read
Góðan daginn
Þó sumrinu og sumarfríinu fylgi tilhlökkun og eftirvænting hef ég mjög oft orðið vör við það að sumrinu fylgi líka dálítill kvíði. Konurnar mínar í LMLP prógramminu tala oft um það hversu erfitt það sé að halda í hollt mataræði og heilsusamlegan lífsstíl þegar þær eru í sumrafríi. Markmiðin gleymist og daglega rútínan fari úr skorðum.
En það þarf ekki að vera þannig. Ég neita að trúa því að sumarið geti haft þessi áhrif á okkur. Eins og með flest allt annað í lífinu, þá snýst þetta fyrst og fremst um hugarfar. Af hverju ætti sumarið að vera eitthvað öðruvísi en veturinn? Af hverju ætti að vera erfiðara að halda í markmiðin, hollt mataræði, hreyfingu og daglega rútínu þó það sé sumar?
Ef þú óttast að detta úr daglegri rútínu í sumar skaltu snúa þessari hugsun við. Það er enginn sem segir að sumarið þurfi að vera stjórnlaust. Ég hvet þig til að ákveða hvaða hugarfar þú ætlar að fara með inn í sumarið. Ákveddu núna að standa með sjálfri þér og hafa trú á sjálfri þér. Hvernig væri að búa til plan fyrir sumarið?
Í Magasíni dagsins finnur þú góð ráð til að halda í markmið þín og standa með sjálfri þér á næstu mánuðum. Lestu Magasínið og skrifaðu strax niður, t.d. í dagbókina þína, hvernig þú vilt hafa sumarið og sumarfríið þitt. Ákveddu svo að standa með sjálfri þér.
Ég trúi því að þú getir gert allt sem þú vilt - algjörlega óháð því hvaða árstíð er í gangi.