Terms of service

SKILMÁLAR OG SKILYRÐI

Almennt 
LP ráðgjöf slf. áskilur sér rétt til að fella úr gildi pantanir vegna mistaka við verðskráningu, eða hætta að bjóða uppá vörutegundir- og þjónustu fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis. Kaupandi skuldbindur sig til að greiða vöru og þjónustu að fullu. Komi til greiðslufalls áskilur LP ráðgjöf slf. sér rétt til þess að sækja greiðsluna með lögboðnum leiðum.

Afhending vöru/þjónustu
Öll vefprógrömm eru afgreidd næsta virka dag frá pöntun. 

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Vefprógrömm eru aldrei endurgreidd.

Trúnaður seljanda.
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila. 

Trúnaður kaupanda.
Öll námskeiðsgögn eru eign LP ráðgjafar slf. og Lindu Pétursdóttur. Allt efni er eingöngu fyrir persónulega notkun kaupanda. Það er með öllu óheimilt að deila öllu efni sem kaupandi fær aðgang að, hvort sem um ræðir að hluta til eða heild. Eignaréttur kemur skýrt fram á öllum skjölum sem kaupandi hefur aðgang að á námskeiðum/prógrömmum og fylgja reglur eignaréttar samkvæmt því. Ef kaupandi brýtur á eignarétti flokkast slíkt brot undir þjófnað og viðkomandi afsalar með því rétti sínum á námskeiðum og verður meinaður frekari aðgangur og þátttaka. Engu að síður er kaupandi bundinn til að greiða fyrir þjónustu að fullu.

Allur réttur áskilinn.
Ekki má dreifa efni vefprógramma/námskeiða með neinu hætti nema með skriflegu leyfi höfundar.

LP ráðgjöf slf. kt. 600121-1030.
Sjávargata 34
225 Álftanes
Iceland
Email: info@lindape.com - www.lindape.com