3 min read
Á næstunni verða miklar breytingar á lífi mínu, ætli ég geti ekki sagt að nýr kafli sé að hefjast. Hann tengist því að vera einstæð móðir en nú er Ísabella mín nýorðin 17 ára. Hún er ung og sjálfstæð kona sem þarf minna á móður sinni að halda. Við erum mjög nánar og enda hef ég alið hana upp ein. Eins og eðilegt er nennir hún ekki að vera jafn mikið með mér og áður. Í stað þess að taka því sem höfnun, minni ég mig á að þegar ég var á hennar aldri var ég ekki mikið með foreldrum mínum.
Hlutverk okkar foreldra er að ala börnin okkar þannig upp að þau hafi trú á sig og getu sína og treysti sér út í lífið án okkar - og ég vel að líta á þetta sem sönnun þess að mér hafi tekist vel upp með uppeldið á einkadóttur minni. Planið hennar er að fara utan í háskólanám eftir tvo vetur og ég ætla að koma mér upp öðru heimili erlendis, þar sem sólin skín, til að vera nærri henni.
Annað málefni sem tengist einmitt þessum nýja kafla er Stjarna mín, elsku hundurinn minn, sem er orðin 13 ára. Hún hefur verið eins og skugginn minn allt hennar líf og aldrei langt frá mér. Nú er hún orðin slöpp og veikburða blessunin og tilhugsunin um að þurfa að kveðja hana áður en langt um líður, kremur hjarta mitt. En ég minni mig á að hún hefur átt gott líf, stútfullt af kærleika, knúsum og reglulegum sjósundsferðum, en uppáhaldsstaðurinn hennar í öllum heiminum er Álftanesfjara.
Þegar nýr kafli hefst er mikilvægt að streitast ekki á móti staðreyndum. Við getum ekki breytt staðreyndum en við getum alltaf breytt hugsunum okkar ef okkur langar í betri líðan. Mér finnst gott að undirbúa mig og sjá fyrir mér hvernig mig langar að hafa þennan nýja kafla sem er að hefjast.
Ég geri nýja áætlun og sé fyrir mér nýja niðurstöðu í lífinu, og hvað þarf ég að hugsa og gera til að búa til þessa niðurstöðu. Einnig hef ég tamið mér að hafa alltaf eitthvað skemmtilegt framundan til að hlakka til.
Hlý kveðja,
Linda
Á næstunni verða miklar breytingar á lífi mínu, ætli ég geti ekki sagt að nýr kafli sé að hefjast. Hann tengist því að vera einstæð móðir en nú er Ísabella mín nýorðin 17 ára. Hún er ung og sjálfstæð kona sem þarf minna á móður sinni að halda. Við erum mjög nánar og enda hef ég alið hana upp ein. Eins og eðilegt er nennir hún ekki að vera jafn mikið með mér og áður. Í stað þess að taka því sem höfnun, minni ég mig á að þegar ég var á hennar aldri var ég ekki mikið með foreldrum mínum.
Hlutverk okkar foreldra er að ala börnin okkar þannig upp að þau hafi trú á sig og getu sína og treysti sér út í lífið án okkar - og ég vel að líta á þetta sem sönnun þess að mér hafi tekist vel upp með uppeldið á einkadóttur minni. Planið hennar er að fara utan í háskólanám eftir tvo vetur og ég ætla að koma mér upp öðru heimili erlendis, þar sem sólin skín, til að vera nærri henni.
Annað málefni sem tengist einmitt þessum nýja kafla er Stjarna mín, elsku hundurinn minn, sem er orðin 13 ára. Hún hefur verið eins og skugginn minn allt hennar líf og aldrei langt frá mér. Nú er hún orðin slöpp og veikburða blessunin og tilhugsunin um að þurfa að kveðja hana áður en langt um líður, kremur hjarta mitt. En ég minni mig á að hún hefur átt gott líf, stútfullt af kærleika, knúsum og reglulegum sjósundsferðum, en uppáhaldsstaðurinn hennar í öllum heiminum er Álftanesfjara.
Þegar nýr kafli hefst er mikilvægt að streitast ekki á móti staðreyndum. Við getum ekki breytt staðreyndum en við getum alltaf breytt hugsunum okkar ef okkur langar í betri líðan. Mér finnst gott að undirbúa mig og sjá fyrir mér hvernig mig langar að hafa þennan nýja kafla sem er að hefjast.
Ég geri nýja áætlun og sé fyrir mér nýja niðurstöðu í lífinu, og hvað þarf ég að hugsa og gera til að búa til þessa niðurstöðu. Einnig hef ég tamið mér að hafa alltaf eitthvað skemmtilegt framundan til að hlakka til.
Hlý kveðja,
Linda
Smella hér til að skrá mig í ókeypis áskrift af magasíninu Lífið með Lindu Pé.
Smella hér til að skrá mig í prógrammið Lífið með Lindu Pé.