1 min read
Ég byrja flesta daga á hugleiðslu. Þannig finnst mér ég komast betur í gegnum daginn og fyrir vikið verð ég í betra jafnvægi. Maður öðlast meiri meðvitund og getu til að takast á við stress og áhyggjur - eitthvað sem við höfum flest þörf fyrir. Taktu ákvörðun um að byrja daginn með 5-10 mínútna hugleiðslu, hvort sem þú sest upp í rúminu eða færir þig um set og set í sófann inni í stofu, með teppi utan um axlir og kveiktir jafnvel á kerti.
Mér finnst best að hugleiða áður en aðrir á heimilinu fara á stjá. Smá saman getur þú aukið tímann sem þú hugleiðir. Mjög gott er að ná 10-20 mínútum á morgnana.
Smella hér til að skrá mig í ókeypis áskrift af magasíninu Lífið með Lindu Pé.