2 min read

Í Heilsuvikunni í LMLP12.-17. september fjalla ég um sex stólpa heilsunnar sem við þurfum að vinna með til að upplifa vellíðan og ná markmiðum okkar. Einn þeirra er Tilfinningaleg heilsa
 
Allar heilbrigðar manneskjur hafa bæði jákvæðar og neikvæðar tilfinningar. Það er algengur misskilningur að við eigum helst ekki að upplifa neikvæðar tilfinningar. Neikvæðar tilfinningar eru eðlilegur hluti af lífinu og við þurfum að muna að aðalstarf heilans er að halda okkur á lífi. Hann gerir það meðal annars með því að skynja hættur. Heilinn síar út allt sem er neikvætt og gæti haft skaðleg áhrif á okkur. Það er því óhjákvæmilegt upplifa neikvæðar tilfinningar eins og til dæmis ótta og kvíða.
 
Heilinn kann samt ekki að gera greinarmun á raunverulegri hættu og því sem virðist bara vera mikilvægt að taka eftir. Þetta gerir okkur stundum erfitt fyrir í nútímaheimi. Í gamla daga þjónaði þessi eiginleiki okkur mjög vel til að lenda ekki í lífshættulegum aðstæðum, eins og að vera étin af ljóni. En í dag eru hætturnar sem hann skynjar oftast af öðrum toga, til dæmis ótti við að einhverjum mislíki það sem við segjum eða skrifum á samfélagsmiðla. Ákveðinn hluti heilans sendir þá samskonar hættumerki eins og við værum að fara að ganga fram af kletti. Það að upplifa neikvæðar tilfinningar þýðir ekki að þér hafi mistekist. Það sem skiptir mestu máli er hvað þú gerir við þessar neikvæðu tilfinningar. 

Hugsanir okkar hafa áhrif á tilfinningarnar. Þegar einhver segir eitthvað neikvætt við mig eruð það ekki orðin sem særa mig. Það er það sem ég hugsa um það sem viðkomandi sagði sú merking sem ég set í orðin. 

 
Í Heilsuvikunni tala ég um hvernig þú getur unnið með tilfinningar þínar á uppbyggilegan hátt í stað þess að afneita þeim, forðast eða láta þær taka stjórnina í lífi þínu. Tilfinningarnar okkar knýja okkur áfram í lífinu og þess vegna er mikilvægt að læra að þekkja þær, leyfa þeim að koma og læra síðan að sleppa af þeim takinu.

 

Smella hér til að skrá mig í ókeypis áskrift af magasíninu Lífið með Lindu Pé. 

Smella hér til að skrá mig í prógrammið Lífið með Lindu Pé.