2 min read

Ég les mikið af bókum sem veita mér innblástur og hjálpa mér að halda hugsunum mínum á réttri braut, að skilja sjálfa mig betur og vita hvert ég stefni. Stundum finnst mér líka gott að lesa bækur eingöngu sem dægradvöl. En hér eru þrjár bækur sem ég mæli heilshugar með að þú lesir, þær styðja við sjálfsvinnu.


A return to Love – Marianne Williamson
Ég las þessa eitt sinn er ég var í ástarsorg fyrir mörgum árum síðan og lærði svo margt um lífið sjálft og hef reglulega gluggað í þessa bók í gegnum tíðina. Ég merki gjarnan við áhugaverðan texta þegar ég les bækur og þessi bók mín er öll útkrotuð! Hún er ein af mínum uppáhalds, ég á hana áritaða af höfundinum Williamson sem ég hitti eitt sinn á „heilsu-retreat“ hjá Deepak Chopra. Bókin snýst um það hvernig við köllum fram stórar breytingar í lífi okkar með því að sætta okkur við æðri mátt og með því að læra að taka á móti ást í lífinu. Bókin fjallar um hvernig kærleiki er lykillinn að því að finna innri ró. Þessi tilfinning fyllir líf okkar af tilgangi og eflir tengsl okkar við aðra. 
 
The Seat of the soul – Gary Zukav
Þetta er bók sem Oprah valdi í bókaklúbbinn sinn og ég las og á líka sem hljóðbók - ég hlusta mjög mikið á hljóðbækur. En þessi áhrifaríka bók fjallar um það hvernig þú tekur stjórnina í þínu lífi. Hún breytir sýn þinni á heiminn og hvernig þú átt samskipti við annað fólk og eykur skilning þinn á því hvað drífur þig áfram.
 
 
You can heal your life – Louise L. Hay
Þessi bók er klassík og ég hef oft teygt mig í þessa þegar mig langar að skilja sjálfa mig betur. Þessi bók er í raun byggð á þeim fræðum lífsþjálfunnar þar sem Hay kennir að það eru hugsanir okkar sem framkalla tilfinningar okkar og það sem við hugsum um okkur sjálf verður á endanum að veruleika. Ekki ósvipað og framtíðarsjálfsvinnunni sem ég geri með konunum mínum í LMLP.

 

Smella hér til að skrá mig í ókeypis áskrift af magasíninu Lífið með Lindu Pé. 

Smella hér til að skrá mig í prógrammið Lífið með Lindu Pé.