3 min read

Ég er óstöðvandi!

Valdís Rut Jósavinsdóttir er 48 ára grunnskólakennari að mennt, búsett á Akureyri ásamt eiginmanni, og eiga þau saman þrjú börn og hund. Valdís hefur verið í LMLP prógramminu síðustu 6 mánuði og hefur gert magnaðar breytingar á lífi sínu. Hér segir hún okkur söguna sína.  
 
„Ég ákvað að byrja í LMLP haustið 2022 og var mín ástæða alveg skýr -  mig langaði að efla sjálfstraustið mitt og ná betri stjórn á hugsunum mínum. Ég hafði einnig áhuga á því að létta mig aðeins en þá aðallega að læra að halda árangri mínum. Nú hef ég lést um 14 kg síðan ég byrjaði í LMLP prógramminu. Ég er ekki einungis léttari á vigtinni með hjálp LMLP prógrammsins heldur er ég andlega á flugi og finn að ég er óstöðvandi og get gert allt sem mig langar til!  
 
LMLP prógrammið hefur algjörlega farið fram úr mínum væntingum og á ég eiginlega ekki til nógu sterkt lýsingarorð yfir þetta magnaða prógramm og það samfélag sem Linda og hennar fólk hefur búið til. Ég sinni sjálfsrækt í LMLP prógramminu á hverjum degi með því að setja það inn í vikuskipulagið mitt. Ég skrifa daglega niður hugsanir mínar í rafrænu dagbókina mína. Ég hlusta á fyrirlestra á innri vefnum aftur og aftur og aftur og í hvert skipti sem ég hlusta fæ ég dýpri skilning á efninu sem ég nýti mér svo í mínu eigin lífi. Ég hef alla tíð verið þessi týpíska „jójó-týpa“ hvað varðar þyngd sem hefur haft gríðarlega mikil áhrif á sjálfstraustið mitt. Ég hef farið á alla kúra heimsins og náð frábærum árangri - það vantar ekki - en ALLTAF hef ég þyngst aftur og aftur og aftur. 
 
Ég finn núna í fyrsta skipti með hjálp LMLP að ég er að skrifa nýja og heilbrigða sögu fyrir mig og tilbúin að láta af gömlu sögunni. Þegar ég var búin að tileinka mér grunnreglurnar fjórar í LMLP prógramminu varð lífið mitt einfaldlega betra, álag og stress minnkað til muna. Öll sú orka sem áður fór í að hugsa um mat fer núna í að hugsa um miklu skemmtilegri og gefandi hluti. Í LMLP prógramminu eru okkur kennd hugtökin frumheili og framheili. Sú vinna hefur verið algjör „game-changer“ í mínu lífi. Nú hef ég einfaldlega betri skilning á mínu lífi og fyrir hvað ég stend því að ég er kona sem stend með sjálfri mér og fyrirfram teknum ákvörðunum mínu. 
 
LMLP prógrammið er fyrir mér aukin lífsgæði, ný hugsun, ný verkfæri og ný hugtök sem við fáum upp í hendurnar og eru hreint út sagt mögnuð. Ég er stolt LMLP kona og með hjálp LMLP prógrammsins og því frábæra samfélagi sem þar er, hef ég vaxið þar og dafnað og er orðin að betri manneskju sem hefur trú á sér og þeim ákvörðunum sem ég tek. Ég eigna mér allt í mínu lífi og sit núna sjálf við stýrið og búin að taka sjálfsstýringuna af.  
 
Eitt af kröftugustu verkfærunum sem ég hef fengið upp í hendurnar í LMLP prógramminu er að setja mér raunhæf markmið og standa síðan við þau. Ég er búin að gera ráð fyrir hindrunum á leiðinni í átt að markmiðum mínum og þegar ég misstíg mig þá endurskuldbind ég mig einfaldlega aftur. Gamla hugsunin um að ég sé búin að eyðileggja allt eða að ég sé fallin er ekki lengur til í mínum orðaforða. Hugsanastjórnun er lykillinn að vellíðan í mínum huga og grundvöllurinn fyrir því að láta af gömlu sögunni og segja nýja sögu. 
 
LMLP er frábært samfélag kvenna sem er kærleiksríkt og hvetjandi. Ég er þakklát fyrir þá ákvörðun að skrá mig í ársaðild hjá Lindu og átta mig á því að ég var í rauninni bara einni ákvörðun frá því að breyta mínu lífi. Framtíðin er svo sannarlega björt hjá framtíðarsjálfinu mínu sem er að lifa draumalífinu sínu, og ég er stolt af þeirri konu sem ég er að verða með hjálp LMLP prógrammsins. Ég er svo sannarlega kominn til að vera.“

 

Ath. Nú er lokað fyrir skráningar í LMLP  en þú getur skráð þig strax á biðlista og við látum þig vita næst þegar opnar. Taktu ákvörðun og gerðu þetta fyrir sjálfa þig. Þú munt ekki sjá eftir því. Smella hér fyrir biðlista.