1 min read
Lífsspilin eru frábær til að hjálpa við að gera breytingar á hugarfari.Gæði lífs okkar ákvarðast algjörlega út frá gæðum hugsana okkar og spurninga.
Þetta hefur okkur ekki verið kennt sem hefur gert það að verkum að við höfum farið í gegnum lífið með hugsanir og spurningar sem draga úr okkur frekar en hvetja okkur áfram.
Við þurfum að endurforrita hugann til að geta gert þær breytingar sem við viljum í lífið og þar koma spilin inn. Þeim er ætlað að hjálpa þér að auka gæði hugsana þinna og fá þig til að spyrja þig gæðaspurninga.
Góð leið er að venja sig á að draga eitt spil á dag til að breyta um fókus.Af því að allt sem þú fókusar á vex og dafnar í lífi þínu. Veldu því vandlega hvað þú ákveður að fókusa á.