2 min read

Hvað er sæluát?

LMLP prógrammið gengur fyrst og fremst út á það að hjálpa konum að búa til langvarandi breytingar á lífsstíl sínum. Ekki með boðum og bönnum, heldur með því að auka meðvitund um eigin hugsanir og langanir og skilning á því hvers konar lífsstíll hentar líkama þínum best.
 
Þegar kemur að þyngdarstjórnun er mjög mikilvægt að plana allar máltíðir fram í tímann - skipuleggja máltíðar morgundagsins í dag - því þannig minnka líkurnar á því að þú borðir eitthvað óhollt sem þjónar ekki líkama þínum. En það má gera undantekningar og það kalla ég sæluát. Sæluát er þegar við borðum mat sem er venjulega ekki á matarplaninu, eitthvað sem þig langar virkilega mikið að borða, gjarnan eitthvað sem inniheldur hveiti og sykur - eins og t.d. kökusneið eða sælgæti. 
 
Ég mæli með því að konurnar í prógramminu leyfi sér sæluát einu sinni í viku með eina matartegund og sé skipulagt fram í tímann, að minnsta kosti sólarhring fyrirfram. Með því að hafa undantekningar færðu að upplifa þá miklu ánægju af því að borða það sem þér þykir virkilega gott - en líka afleiðingarnar af því að borða þann mat sem líkaminn er ekki hannaður til að borða, eins og mat sem inniheldur hveiti og sykur. Með því að gera þetta eykur þú meðvitund þína um það hvernig áhrif matur hefur á líkamann þinn. Um leið minnkar þú líkurnar á því að þú látir eftir þér að upplifa augnabliks ánægju við að borða eitthvað óhollt á kostnað langtíma markmiða þinna.

 

Ath. Nú er lokað fyrir skráningar í LMLP en þú getur skráð þig strax á biðlista og við látum þig vita næst þegar opnar. Taktu ákvörðun og gerðu þetta fyrir sjálfa þig. Þú munt ekki sjá eftir því.Smella hér fyrir biðlista.