2 min read

Matur fyrir ástina
Matur getur haft mikil áhrif á líðan okkar og það sakar ekki að krydda tilhugalífið örlítið með góðum (og hollum) mat sem dregur fram vellíðunarhormón í líkamanum.

Prófaðu þessar fæðutegundir og sjáðu hvaða áhrif þær hafa á þig.

Dökkt súkkulaði er gott fyrir ástina, eins og þekkt er. Flavanólin er andoxunarefni í dökku súkkulaði og hjálpar til við að auka blóðflæði og endorfín sem kemur okkur í gott skap.

Chili pipar hitar líkamann og það er eitthvað við rautt chili sem minnir okkur á rauða litinn sem tengist ástinni. En það er efnið capsaicin sem getur komið endorfíninu - sem er hamingjuhormón - í gang og hitar okkur upp bæði líkamlega og andlega.

Avokadó var álitinn vera „frjósemisávöxtur“ fyrir bæði karla og konur í fornöld í menningu mexíkanska ættflokksins Azteka. Avocado er í laginu eins og kvenkyns leg og fræið í avókadó líkist barni í móðurkviði. Þar að auki, rétt eins og barn, tekur avókadóblóm níu mánuði að þroskast í ávöxt.

Ostrur er líklega sá „ástarmatur“ sem mörgum dettur fyrst í hug. Ostran hefur verið vinsæll matur fyrir ástina vegna þess hvernig hún lítur út og hvernig hún er borðuð. Ostrur innihalda mikið sink, en sink hefur verið tengt við að virka vel fyrir karlmenn á margan gagnlegan hátt.

Hunang er matur sem er ekki bara sætur á bragðið. Það eru margir kostir tengdir því að borða hunang og einn af þeim er efni í hunangi sem getur hjálpað til við hormónaframleiðslu á estrógeni og testósterón.

Bananar innihalda brómelín, sem er ensím, og brómelín getur hjálpað til við framleiðslu testósteróns, þannig geta bananar vissulega hjálpað til þegar kemur að rómantík.

 

Magasínið með Lindu Pé kemur á netfang áskrifenda á sunnudögum. Áskrift er ókeypis,smelltu hér til að skrá þigsvo þú missir ekki af næsta Magasíni.