1 min read

Í hverri viku tek ég frá tíma til að skipuleggja máltíðir vikunnar. Ég gef mér um það bil tvo tíma í eldhúsinu og undirbý matinn eins og ég get fram í tímann, til dæmis með því að skera niður ávexti og grænmeti í heilsudrykkina mína og frysta. 

 

Ef þú undirbýrð máltíðir fyrir vikuna á sunnudegi þarftu mun styttri tíma í eldhúsinu daglega til þess að búa til holla og góða máltíð. Ég kenni þetta á námskeiðunum mínum.

 

Hér eru aðalástæðurnar fyrir því að ég skipulegg máltíðir fyrir vikuna:

1. Ég nýti tímann minn betur

Sparaðu þér tíma á annasömum dögum með því að hafa tilbúnar máltíðir eða með því að skipuleggja ofureinfaldar og fljótlegar máltíðir sem þú veist að öll fjölskyldan kann að meta. Þú nýtir tímann þinn betur og minnkar stress. 

 

2. Ég nýti matinn betur

Þegar þú skipuleggur þig vel og eldar þínar eigin máltíðir, hendir þú minna af mat. Auk þess getur þú sparað peninga í stað þess að kaupa sömu tegund máltíðar á veitingastað. 

 

3. Ég tek betri ákvarðanir 

Þegar þú skipuleggur þig fram í tímann geturðu tekið skynsamlegar ákvarðanir sem tengjast þínum eigin matarþörfum, í stað þess að grípa eitthvað á síðustu stundu. Þá freistast þú síður til að borða eitthvað óhollt eða of mikinn mat.

 

Þú getur haft þennan undirbúning eins sveigjanlegan eða skipulagðan eins og þú vilt. En á endanum gefur skipulag þér meira frelsi og sparar þér tíma og stress.

 

Smella hér til að skrá mig í ókeypis áskrift af magasíninu Lífið með Lindu Pé. 

Smella hér til að skrá mig í prógrammið Lífið með Lindu Pé.