2 min read

Eitt af því sem ég hef tekið eftir þegar ég er að þjálfa konurnar mínar er að helgarnar virðast vera þeim erfiðar.Það gengur allt vel á virkum dögum þegar rútínan er - en svo koma helgarnar og þá eigum við skilið að slaka á. Fá okkur gott að borða og erum þreyttar og þráum „frelsið“. Svona höfum við oft skilgreint helgarfríið og við gefum okkur leyfi til að hætta að vinna að markmiðum okkar. Byrjum svo bara á prógramminu aftur á mánudaginn. 

Ég er viss um að margir hér kannast við þennan vítahring. Vandamálið við þetta er að með því að endurtaka þessa hegðun um helgar stöndum við bara í stað. Við skemmum árangur vikunnar á þessum tveimur dögum.

En hvað er það sem gerir helgarnar öðruvísi en virka daga? Laugardagur er í raun ekkert öðruvísi en þriðjudagur. Báðir dagar hafa jafn mikla möguleika til þess að við stöndum með okkur og nærum líkamann okkar fallega og náum markmiðum okkar. 

Það eina sem gerir þessa daga mismunandi er það sem við hugsum um þá. Við höfum vanið okkur á að fylgja rútínu á þeim dögum þegar við þurfum að vakna til vinnu og sinna daglegu amstri. Við höfum líka vanið okkur á að leyfa okkur að vera frjálsari með allt um helgar þegar við eigum frí í vinnunni.Fyrsta skrefið er að fylgjast með því hvað þú ert að hugsa. Hvað ertu að segja þér varðandi helgarnar? Ertu að segja þér að það sé allt í lagi að fara út af plani um helgar og byrja aftur á mánudaginn? Ertu að segja þér að þú getir aldrei staðið við neitt og því sé eins gott að sleppa þessu bara í heild sinni? Allt eru þetta bara hugsanir sem þjóna okkur ekki.Hugurinn er magnaður og er með kerfi sem finnur út hvað við erum að hugsa og finnur því farveg.

 

Magasínið með Lindu Pé kemur á netfang áskrifenda á sunnudögum. Áskrift er ókeypis,smelltu hér til að skrá þigsvo þú missir ekki af næsta Magasíni.