1 min read
Það jafnast að sjálfsögðu ekkert á við íslenska laxinn, í dag er sunnudagur og á sunnudögum geri ég mér gjarnan dagamun og elda lax á mismunandi hátt. Lax er ein af fáum matvörum sem veitir okkur D vítamín og ég veit að hvergi hægt að fá betri óunnar omega 3 fitursýrur en úr laxinum. Hér er er ein af mörgum uppáhalds uppskriftunum mínum. Og ef ég á afgang þá nota ég hann alltaf í eggjahræru næsta dag.
Lax, salt og pipar
grillaðu eða bakaðu laxinn í ofni.
Ferskjusalsa
2 ferskar ferskjur
1/2 rauðlaukur
safi úr einni límónu
1 msk. ólífuolía
1 tsk. eplaedik
1 tsk. hunang
1 tsk. kúmen malað
chiliflögur eftir smekk
eitt búnt kóríander.
Settu allt saman í blandarann og notaði pulse takkann nokkrum sinnum,
Ferskt spínat
Agúrka
Avókadó
Skerðu grænmetið niður, legðu laxinn yfir og settu svo ferskjusalsa vel yfir laxinn.
Smella hér til að skrá mig í ókeypis áskrift af magasíninu Lífið með Lindu Pé.