2 min read

Virðing og sjálfsást

Þegar þú ert að vinna með þyngdarstjórnun er svo mikilvægt að þú ræktir með þér virðingu gagnvart sjálfri þér og sjálfsást, því ferlið er sannarlega ekki alltaf skemmtilegt og auðvelt. Flestir vilja sjá tafarlausan árangur en langar ekki upplifa sjálft ferlið. 
 
Ef þú getur fundið út hvers vegna þú borðar of mikið - meira en líkaminn þarf á að halda - og leyst þann vanda þarftu ekki stöðugt að vera í baráttu gegn sjálfri þér. Þú skapar varanlega lausn og þarft ekki lengur að nota viljastyrkinn og berjast gegn sjálfri þér. Lífsþjálfun vinnur alltaf með orsökina, sem skiptir mestu máli til að gera varanlegar breytingar í lífinu.
 
Þegar þú hættir að borða of mikið koma alls konar tilfinningar upp á yfirborðið sem þú þarft að læra að vinna úr. Því viljugri sem þú ert til að upplifa allar tilfinningarnar án þess að

bregðast við þeim með því að borða, þeim mun betur gengur þér að komast nær eðlilegri kjörþyngd þinni. 
 
Ef þú ætlar að bíða með að samþykkja líkama þinn þar til hann lítur út eins og allt önnur útgáfa af þér - jafnvel einhver með annan aldur og líkamsgerð - endar þú með því að hafna sjálfri þér það sem eftir er ævinninnar. Sannleikurinn er sá að það þýðir ekki berja sig niður til að ná árangri. Þú verður að tala fallega við sjálfa þig með kærleika og virðingu að leiðarljósi. Þegar þú lærir að samþykkja dásamlega líkama þinn eins og hann er núna getur þú farið að skapa þær niðurstöður sem þú sækist eftir. Hugsaðu um allt það sem líkaminn hefur gefið þér. Líkami þinn er stórkostlegur! Þú getur elskað líkama þinn núna. Það er kominn tími til að hætta að hafna honum.