82. Velgengnisskömm

 

 

Þáttur 82.Velgengnisskömm

Veistu hvað velgengnisskömmm er?

 

Hefurðu áhyggjur af því hvað fólki finnst um þig?

Ásakar þú eða gagnrýnir aðra?

Ertu að takmarka sjálfa þig og þinn árangur?


Við höldum áfram að ræða velgengni út frá hinum ýmsu sjónarhornum, nú í þriðja og síðasta þætti velgengnisseríunnar. Mér finnst mikilvægt að við konur ræðum velgengni og skoðum opinskátt allar hliðar á velgengni.Gestur minn er Þórdís Jóna Jakobsdóttir ráðgjafi. Þórdís er opinská og ræðir þetta út frá sinni eigin reynslu og vinnu sinni í prógramminu LMLP.

„Ég er búin að vera í þyngdartapsferðalagi svo lengi sem ég man, ég á fullt af sögum um að hafa lést, það er ekkert mál að léttast, en málið er að halda því, og þar kemur hausinn og það er það sem ég læri í LMLP, að laga toppstykkið.

Hugsun mín hafði alltaf verið sú að ef mitt ljós skíni skært þá dimmi hjá öðrun en það gerist ekki þannig. Það er pláss fyrir okkur öll.

Ég upplifi sjálf að ég sé með sjálfstraust en svo ef ég á að láta bera á mér þá byrja ég að minnka mig- og er það kannski af því ég vil ekki bera ábyrgð á því að ná árangri? Ég seldi mér það ef ég myndi skína skært þá þyrfti ég að taka ábyrgðá því að einhverjir myndu ekki fylgja mérupp fjallið og ég þyrfti að taka ábyrgð á því og vera sú sem ég raunverulega er. Ég hræddist að fólk héldi að ég væri að segja að ég væri betri en aðrir og þvíhef égekki þorað að taka ábyrgð á því sem mig dreymir um.En í dag veit ég betur.

Málið er að við höfum ekki getu til að láta öðrum líða á einhvern hátt af því við erum að lifa eins og okkur langar til. Hvaða mikilmennskubrjálæði er það að halda að ég stjórni líðan allra í kringum mig, segir Þórdís.

Hugsun mín hafði alltaf verið sú að ef mitt ljós skíni skært þá dimmi hjá öðrun en það gerist ekki þannig. Það er pláss fyrir okkur öll.

Notar þú afsakanir svo ekki reyni á þig og þú þurfir ekki að gera alla þá sjálfsvinnu sem þú þarft að gera til þess að ná árangri?

Kannski býrðu til rifrildi við elskhuga eða maka þinn þegar allt gengur vel á milli ykkar. Eða þú missir loksins þessi fimm kíló og ferð svo á sælgætisfyllerí og færð allt til baka. 

Að eyðileggja eigin hamingju og velgengni hljómar frekar galið. En flest okkar hafa að minnsta kosti eina takmarkandi trú sem kemur í veg fyrir að við náum markmiðum okkar.
Svo, hvers vegna gerum við það?

Ef þú vilt fræðast nánar um velgengnisskömm þá vil ég bjóða þér að hlusta.

 

 

NÁNARI UPPLÝSINGAR:

28 daga Heilsuaáskorun

Ertu komin/n með nóg af sykri og unninni færðu? Þá skaltu hreinsa til í mataræðinu með 28 daga Heilsuáskorun. Þeta er einfalt: Þú skiptir út einni máltíð fyrir einn heilsudrykk. Stútfullt efni af ráðum og uppskriftum af allskyns saðsömum þeytingum sem bæta heilsuna. Einfalt, bragðgott og virkar!

https://www.lindape.com/heilsuaskorun

 

7 daga áætlun að vellíðan

Fáðu aukna vellíðan í þitt daglega líf, meiri lífsgæði og heilsan bætist. Dagleg áætlun, uppskriftir að mataræði í 7 daga, ráð o.mfl

https://www.lindape.com/7-dagar

 

LMLP

Hér færðu Lindu sem lífsþjálfa þinn. Vikulegir fundir, þú losar þig við aukakílóin, byggir upp sjálfsmyndina, færð aukið sjálfstraust og trú á þig sjálfa-og þú ferð að lifa draumalífin þínu. Skráðu þig í prógrammið Lífið með Lindu Pé.

https://lindape.com/lifid

 

HBOM (Hættu að borða of mikið).

Hvernig myndi þér líða ef þú grenntist um 5, 10 eða 20 kíló? 4 vikna vefnámskeið, þú lærir nýja aðferð til þess að hætta að borða of mikið.

https://lindape.com/hbom

 

Einkanámskeið. Fullt er á einkanámskeið hjá Lindu fram í miðjan ágúst, en þú getur skráð þig á biðlista og verður látin vita þegar opnar aftur fyrir bókanir. Smelltu hér til að setja nafn þitt á biðlista.

http://www.lindape.com/einkanamskeid

 

Instagram @lindape

https://www.instagram.com/lindape/

Sendu mér endilega skilaboð og segðu mér hvað þú tókst með þér úr þættinum.