2 min read

Góðan daginn

Fegurð í allri sinni mynd er mikilvæg. Fegurð er ekki aðeins líkamleg, þó það sé vissulega ein tegund fegurðar, heldur er fegurð allskonar. Eins og innri fegurð, fegurð andans, fegurð umhverfis og svo mætti lengi telja. Eftir því sem ég hef elst og styrkt sjálfsmynd mína hef ég áttað mig á því að ég er mikill fagurkeri, ég er kona sem elska fegurð. Að mínu mati er djúpstæðasti og mikilvægasti þáttur fegurðar, fegurð andans.

F. Scott Fitzgerald lýsir slíkri fegurð best. FScott Fitzgerald, The Beautiful and Damned” (1922).
„Hún var falleg, en ekki eins og stelpurnar í tímaritunum. Fegurð hennar stafaði af því hvernig hún hugsaði. Fegurð hennar stafaði af því hvernig hún fékk blik í augun þegar hún ræddi um hugðarefni sín. Fegurð hennar stafaði af því hvernig hún hafði lag á því að fá aðra til að brosa, jafnvel þótt hún væri sorgmædd. Nei, hún var ekki falleg fyrir eitthvað jafn skammvinnt og útlitið. Hún var falleg, alveg inn að innsta kjarna sálarinnar. Hún er falleg.“

Fólk lýsir fegurð andans sem ljóma, lífsgleði, hjarta úr gulli, blíðu og góðmennsku. Þó að líkamleg fegurð fölni með tímanum, þá eykst fegurð andans með því að vera ræktuð. Þegar þú ert í kringum einhvern með fallegan anda finnur þú fyrir því. Þú finnur fyrir friði og sátt. Þú upplifir skilning og hvatningu.

Að sama skapi geta þeir sem ekki hafa tekist á við eða unnið úr áföllum sært aðra og meitt. Þeir geta sýnt neikvæðni, reiði, þráhyggju, dómhörku, eigingirni eða ógnvekjandi hegðun. Töluverður hluti af fegurðarræktinni þarf að snúast um fegurð andans. Að vinna andlegu vinnuna með því að takast á við áföll lífsins sem skyggja á þína sönnu fegurð. 

Í sumar ætla ég að vera með sérstakt sumarnámskeið inní LMLP prógramminu, sem heitir: Sjálfsmynd og fegurð. Það er innifalið fyrir aðildarkonur LMLP prógrammsins. Ég hlakka mikið til að ræða og kenna fegurð í allri sinni mynd. Það er kominn tími til!

Hlý kveðja