1 min read

Gott skipulag er lykillinn að því að léttast. Þegar við tökum ákvarðanir fyrirfram varðandi mat gefum við huganum frí til að njóta lífsins án þess að vera sífellt með hugann við mat. 
 
Þegar þú tekur meðvitaðar ákvarðanir ferðu að taka eftir því hversu valdeflandi það er að taka allar ákvarðanir fram í tímann sem snúa að heilsu þinni. 
Hér eru nokkur dæmi um þær ákvarðanir sem ég hef tekið fyrir sjálfa mig: 
 
- Ég borða aðeins þegar ég er raunverulega líkamlega svöng.
- Ég ákveð fyrirfram hvaða matur hentar líkama mínum.
- Ég hef matinn einfaldan svo auðvelt sé að borða þegar ég er annars staðar en heima hjá mér.
- Ég rakka mig ekki niður undir neinum kringumstæðum.
- Ég treysti á vel ígrundaðar og fyrirfram teknar ákvarðanir og læt ekki undan hvatvísum skyndihugdettum. 
- Samband mitt við mig sjálfa og heilsuna mína skal vera meðvitað og skipulagt
og ég stend við ákvarðanir mínar.