2 min read

Kurteisi og hvatning

Nýverið opnaði ég á skráningar inn í Prógrammið mitt í örfáa daga. Mér er sönn ánægja að segja frá því aðskráningar fóru langt fram úr væntingum mínum og ég hef notið þess að taka á móti hundruðum kvenna sem eru tilbúnar að stíga inn í kraftinn sinn og gera breytingar á eigin lífi.


Ég veit ekkert betra en þegar ég sé konur hvetja aðrar konur áfram. Ég hef einhvern veginn alltaf haft svo mikla trú á konum og á mér þann draum heitastan að skilja við þennan heim á þann hátt að ég hafi gert allt sem í mínu valdi stendur til að hjálpa sem flestum konum að sjá mikilfengleika sinn.Ég trúi því að okkur sé öllum ætlað eitthvað stórkostlegt og ég trúi því líka að sú skilgreining fái að vera mismunandi eftir því hver á í hlut. En við höfum allar eitthvað stórkostlegt fram að færa og við þurfum að vera tilbúnar að stíga í ljósið okkar og leyfa okkur að skína. Mér finnst allt of mikið af konum sem þora ekki að taka pláss og ekkert er unaðslegra en að fylgjast með konu koma inn íLMLP prógrammiðmitt sem byrjar að skína skærar með hverjum deginum.

Það er krafturinn í prógramminu. Það er pláss fyrir allar konur og niðurrif og dónaskapur er bannaður.Við hvetjum hver aðra og erum til staðar þegar á reynir. Við getum ekki breytt öðru fólki en við getum alltaf ákveðið að vera okkar besta útgáfa á degi hverjum og það kemur á óvart hvað eitt lítið bros, hrós eða athugasemd getur dimmu í dagsljós breytt hjá þeim sem virkilega þarf á því að halda. Verum góðar hver við aðra.Sýnum kurteisi og hrósum. Það er ókeypis gjöf sem er samt svo miklu betri en það sem hægt er að versla í búðinni.