1 min read

Engiferjurtin hefur verið notuð frá örófi alda vegna heilsubætandi eiginleika hennar. Engifer er notað sem krydd út um allan heim og er einnig mjög algengt í austurlenskum lækningum. Engifer er notað í fjölmörgum detox prógrömmum vegna eiginleika þess til að„hreinsa” líkamann með því að örva meltingu, blóðrás og svitamyndun. Með því að örvameltinguna hjálpum við líkamanum að hreinsa uppsafnaðan úrgang og eiturefni í ristli, lifur og öðrum líffærum.


Aðrir kostir engifers eru:
Dregur úr einkennum fyrirtíðarspennu.
Dregur úr ógleði og magaóþægindum.
Hefur sýnt fram að minnka líkur á krabbameini.
Dregur úr sársauka og bólgum og kemur í veg fyrir að bólgur myndist.
Eykur heilbrigði húðarinnar með auknu blóðflæði.


Engifer er líka vermandi, og þess vegna er gott að bæta því við matarræðið í köldum janúar mánuði.


Þú getur bætt engifer inn í matarræðið á margan hátt, eins og:
Út í vatn bæði kalt og soðið með sítrónu.
Út í boost og heilsudrykki.Bætt því við í ýmsa karrýrétti.Bætt því við í ýmsa karrýrétti. Bætt því út í súpur. Raspað það yfir kínóagraut eða hafragraut.

Smella hér til að skrá mig í ókeypis áskrift af magasíninu Lífið með Lindu Pé. 

Smella hér til að skrá mig á BIÐLISTA fyrir LMLP prógrammið


Í bakstur. Og að sjálfsögðu með sushi.