2 min read

 

Hvað eru Grunnreglurnar fjórar?

Í LMLP prógramminu fá konurnar einföld en öflug verkfæri til að gera breytingar á lífi sínu. Grunnreglurnar fjórar er verkfæri sem þær tileinka sér strax í byrjun og hjálpar til við þyngdarstjórnun, eflir heilsuna og kemur jafnvægi í líkamann.

Nr. 1 - Drekktu vatn:
Drekktu amk 2 lítrar af vatni á dag. Stundum teljum við okkur vera svangar en erum í raun þyrstar. Ef líkaminn er uppþornaður virkar hann ekki eins og hann á að gera. Drekktu vatn til að brenna fitu og halda húðinni rakri. Vatnsdrykkja er undirstaða í öllu sem við gerum þegar kemur að betri heilsu.

 

Nr. 2 - Fáðu nægan svefn:
Sofðu í 7-9 klst. á nóttu. Svefngæði eru nauðsynleg svo manni líði vel. Þú færð meiri orku og það hjálpar þér að léttast, bætir einbeitingu og hefur jákvæð áhrif á öll svið lífs þíns.

 

Nr. 3 - Skrifaðu Planið daglega:
Skrifaðu niður raunsætt plan yfir það sem þú ætlar að borða næstu 24 klst. Skrifaðu hvað þú ætlar að borða, hversu mikið og hvenær - en ekki uppskriftir! Þú ákveður núna hvað þú ætlar að borða á morgun og þú gerir það með mildi og að vel ígrunduðu máli - með vellíðan og velferð þína í fyrirrúmi. Þú skrifar niður hvað þú ætlar að borða fyrir næsta dag, sundurliðað fyrir hverja máltíð. Einnig vökva. Og þú stendur við það. Með því að ákveða hvað þú borðar fyrirfram hættir þú að svara löngunum sem koma upp samstundis. Þetta er mjög öflug leið til að hætta að borða ómeðvitað og hætta að deyfa þig með mat.


Nr.4 - Notaðu Hungurkvarðan
:
Borðaðu þegar þú ert svöng, hættu þegar þú ert södd. Hungurkvarðinn hjálpar þér að átta þig á því hvenær þú ert raunverulega svöng.Þú lærir að þekkja muninn á tilfinningalegu og líkamlegu hungri. Hungurkvarðinn er mjög svipaður eldsneytismæli í bíl nema að hann nær frá -10 að núlli og þaðan upp í 10+. Vinstra megin á hungurkvarðanum er -1 sem er upphaf svengdar og -2, -3 og - 4 þýðir að við erum að verða ansi svangar. Þegar við erum komnar í -5 er öruggt að við erum farnar að finna fyrir einkennum hungurs í líkamanum. Það er ákaflega mikilvægt að geta greint á milli einkenna líkamlegs hungurs og tilfinningalegs hungurs. Þú lærir muninn með því að nota Hungurkvarðann. Þú lærir að taka stjórn. Og þú losnar við aukakíló.


P.s Þú getur hlustað á podcastþátt Lindu um Grunnreglurnar 4 þar sem hún fer dýpra ofan í þær, með því að smella hér.