1 min read

Þegar við hugsum um lúxusmataræði sjáum við oftast fyrir okkur vellystingar eins og kavíar, humar, freyðivín og máltíð á Michelin stjörnu veitingastað. Ég hef verið svo lánsöm að hafa fengið að njóta þessa matar á ferðalögum mínum um heiminn. Þegar við Ísabella erum að ferðast elskum við að borða morgunverð í rúminu og fara í high tea á fimm stjörnu hótelum. Þetta er sérstök stund sem er orðin að hefð og við njótum samverunnar og matarins. 

 

En núorðið finnst mér lúxusmatur í raun ekki vera kavíarinn og humarinn, heldur finnst mér mesti lúxusinn vera að geta nært líkamann minn með næringarríkum mat sem ég veit að gerir mér gott. Lúxusmatur er til dæmis gæða ólífuolía, en holl fita er nauðsynleg fyrir heilastarfsemina, gerir húðina fallegri og heldur jafnvægi á blóðsykrinum.

 

Annar lúxus er að geta keypt lífrænt og íslenskt grænmeti sem er bragðgott og stútfullt af næringarefnum. Lífrænar og ólífrænar matvörur innihalda jafnmikið af hitaeiningum og oft jafn mikið af vítamínum, steinefnum og bætiefnum. Enmeð því að borða lífrænt innbyrðir líkaminn minna af eiturefnum og þá helst þarmafóran heilbrigðari. Þá starfar líkaminn betur og getur unnið vel úr þeim vítamínum sem ég borða. Þess vegna er lífræn vara lúxusvara, að mínu mati.

 

Annar sérstakur lúxus er að plana annað slagið svokallaða sæluát, sem að við gerum í LMLP prógramminu mínu. Sæluát er þegar þú ákveður fyrirfram að fá þér eitthvað gotterí - eins og til dæmis að baka brownie eða kaupa þér ís úr ísbúð -með þeim ásetningi að njóta hvers einasta bita til fullnustu. 

 

Kíktu á uppskriftina hér til hliðar þar sem ég deili með þér einum uppáhalds sælubitanum mínum.

 

Smella hér til að skrá mig í ókeypis áskrift af magasíninu Lífið með Lindu Pé. 

Smella hér til að skrá mig í prógrammið Lífið með Lindu Pé.