2 min read

Út með sykur og hveiti

Í LMLP prógraminu er ég aldrei með einhverja sérstaka matarkúra, en ég hvet konurnar mínar alltaf til að taka alveg út hveiti og hvítan sykur fyrstu vikurnar þegar þær byrja í prógamminu. Ég hvet þær líka í framhaldinu að vera mjög meðvitaðar um það hversu mikið þær borða af þessu tvennu. Hvítur sykur og hveiti hafa ekki góð áhrif á okkur og það er mikilvægt að vera meðvituð um það.

Sykur hefur áhrif á insúlín og ruglar hungurmerki líkamans, þannig að þegar við borðum sykur erum við sífellt svangar. Þegar þú borðar sykruð matvæli verður þú ekki södd og á sama tíma tekur blóðsykurinn dýfu. Það gerir það að verkum að þú verður enn svengri síðar um daginn, þrátt fyrir að hafa kannski innbyrt heila dós af gosi sem er um 500 kaloríur.

Mikil sykurneysla er líka bólgumyndandi og sykurinn fær ónæmiskerfið til að halda að það eigi undir högg að sækja þó svo sé ekki. Of mikil neysla sykurs getur aukið líkur á alls kyns sjúkdómum, valdið tannskemmdum og haft slæm áhrif á húðina okkar svo eitthvað sé nefnt. Þegar við fáum of stóran hluta hitaeininga okkar úr hvítum sykri missum við af nauðsynlegum næringarefnum úr hreinum mat. Hveiti hefur einnig áhrif á hormónin okkar. Hveitið er unnið, malað niður og þjappað saman í duft og líkaminn á erfitt með að vinna úr því án þess að það hafi áhrif á hormóna líkamans.

Ég skora á þig að draga úr viðbættum sykri í mataræðinu. Hugsaðu betur út í þennan falda sykur og lestu innihaldsefni og finndu sökudólginn sem kannski leynist í uppáhalds matnum þínum. Markmiðið er að miða við 6 tsk eða minna af viðbættum sykri á dag. Farðu heldur náttúrulegu leiðina ef þú vilt eitthvað sætt og notaðu t.d. döðlur og stevía. Því oftar sem þú sleppir viðbættum sykri því meira ferðu að taka eftir allri náttúrulegu sætunni í plöntufæði.

 

 

Ath. Nú er lokað fyrir skráningar í LMLP en þú getur skráð þig strax á biðlista og við látum þig vita næst þegar opnar. Taktu ákvörðun og gerðu þetta fyrir sjálfa þig. Þú munt ekki sjá eftir því.Smella hér fyrir biðlista.