2 min read

Sykur getur haft mikil áhrif á húðina okkar. Húðin er samsett úr kollageni og elastíni sem gera hana mjúka. Sykurát minnkar kollagen framleiðsluna sem leiðir til þess að húðin verður minna teygjanleg og ekki eins mjúk. Því meiri sykur sem við borðum, því meira fer að sjá á húðinni.

Góðu fréttirnar eru að húðin þarf ekki langan tíma til að verða betri. Eftir tvær vikur án þess að borða hvítan sykur muntu taka eftir því að húðin þín verður stinnari, teygjanlegri og með meiri ljóma. Það getur verið erfitt að útrýma sykri algjörlega úr mataræðinu en hér eru nokkrar leiðir til að draga úr honum.

Haltu sykri undir 10% af daglegri fæðu
Gott ráð er að halda viðbættum sykri í ekki meira en 10% af daglegu mataræði og þá erum við ekki bara tala um hvítan sykur heldur líka að forðast „falinn sykur“ eins og byggmalt, ávaxtasafaþykkni og hlynsíróp. Það versta í hópnum er háfrúktósa maíssíróp, en þessa tegund af sykri er að finna í gosdrykkjum, sætum ávaxtadrykkjum og mörgum pökkuðum matvælum.

Auktu vatnsneyslu
Að drekka vatn bætir áferð húðarinnar. Vatn er nauðsynlegt fyrir framleiðslu á kollageni og elastíni og með því að vökva líkamann vel getur þú bætt getu hans til að vinna gegn öldrunaráhrifum sykurs. Drekktu nóg af vatni og borðaðu vatnsríkan mat eins og agúrku, tómata og vatnsmelónu.

Bættu B-vítamíni í mataræðið
B vítamín eru sérstaklega mikilvæg fyrir húð, neglur og hár. B1 vítamín (tíamín) er að finna í grænum baunum, sesamfræjum og spínati og hefur öfluga andoxunareiginleika sem hjálpa til í baráttunni gegn sindurefnum. B6 vítamín (pýridoxín), sem er nauðsynlegt fyrir þróun og viðhald húðar, og er að finna í kjúklingabaunum, pinto baunum og sólblómafræjum svo dæmi sé nefnt.

 

Flesta daga ársins fæ ég mér einn heilsudrykk (saðsaman þeyting) úr 28 daga Heilsuáskorun. Þeir eru allir stútfullir af ofurfæðu, saðasamir og hafa jákvæð áhrif á húð og frísklegt útlit. Smelltu hér til að skoða nánar.