1 min read
Hæ Linda.
Ég á erfitt með að halda jafnvægi á heilsunni minni, það tekst einhvern veginn ekki. Þó að ég borði hollan mat og hreyfi mig finnst mér eins og kvíði rugli öllu hjá mér. Ég verð til dæmis oft kvíðin þegar kemur að því að takast á við fjármálin mín og ýmislegt sem þeim viðkemur. Hvernig er best að vinna með þetta?
Takk fyrir að hafa samband. Andleg heilsa hefur mikil áhrif á líðan okkar og ekki síst miklar áhyggjur, en þú nefnir áhyggjur tengdar fjármálum. Fjárhagsleg heilsa er einmitt gríðarlega mikilvæg. Það er ótrúlegt hvað við forðumst að tala um fjármál þó fjárhagur okkar hafi mikil áhrif á líf okkar. En það má tala um peninga og ef við viljum raunverulegt jafnvægi í lífi okkar getum við ekki lokað augunum fyrir einhverju sem skiptir jafn miklu máli.
Til að efla fjárhagslega heilsu er fyrsta skrefið að skoða hvaða hugsanir þú hefur um peninga, því hugsanirnar - sem framkalla tilfinningar þínar varðandi fjármál - eru drifkrafturinn á bak við allt sem þú gerir, eða gerir ekki, varðandi peninga.
Hvað finnst þér um peninga? Hvað finnst þér um fólk sem á peninga? Gefðu þér tíma til að skrifa niður allt sem kemur upp í huga þér. Ég ráðlegg þér að svara þessum spurningum, skrifa svörin niður í dagbók og hugleiða hvað þú getur gert til að breyta viðhorfum þínum þannig að þau styrki þig og efli.
Smella hér til að skrá mig í ókeypis áskrift af magasíninu Lífið með Lindu Pé.
Smella hér til að skrá mig í prógrammið Lífið með Lindu Pé.