lifsthjalfaskolinn

Nánari upplýsingar: Lífsþjálfaskólinn, smelltu hér

Innifalið í náminu:

  • Fyrirlestrar, hópavinna, kennsla og umræður
  • Aðgangur að innri vef þar sem allt kennsluefni er, myndbönd, upptökur af kennslu ásamt kennslu- og verkefnabókum
  • Lærðu af Lindu Pétursdóttur, master lífsþjálfa
  • 4 mánaða nám (20 vikur)
  • Þú útskrifast sem lífsþjálfi frá Lífsþjálfaskólanum 

           Lærðu þjálfunarlistina

Námið okkar er yfirgripsmikið og nær yfir allt sem þú þarft að læra og tileinka þér til að verða framúrskarandi lífsþjálfi. Allt frá því að skilja mannlega hegðun til listarinnar að ná tökum á öflugum þjálfunaraðferðum, undirbúum við þig til að takast á við hvaða áskoranir sem viðskiptavinir þínir kunna að standa frammi fyrir/koma með í þjálfun hjá þér.

  • Hefðu starfsvettvang þinn sem lífsþjálfi 
  • Hvort sem þú vilt starfa sjálfstætt eða starfa hjá öðrum, veitir námið þér sjálfstraust og hæfileika til þess að starfa sem lífsþjálfi.
  • Upplifðu persónulega umbreytingu
  • Á meðan þú lærir að þjálfa aðra muntu vaxa sem einstaklingur. Námið okkar snýst ekki síður um persónulegan vöxt en faglega þróun. Þegar þú útskrifast verður þú lífsþjálfi—ásamt því að verða enn öflugri útgáfa af þér.


    Af hverju að velja Lífsþjálfaskólann?

    Linda Pé, master lífsþjálfi, hefur starfað við sjálfseflingu kvenna í rúma þrjá áratugi. Hún er brautryðjandi í faginu, stofnandi og eigandi stærsta lífsþjálfunarprógramms á Íslandi (LMLP-prógrammsins), og með óviðjafnanlega reynslu og þekkingu sem mun nýtast nemendum Lífsþjálfunarskólans.


    Kennsla Lindu hefur bætt líf hundruða kvenna á Íslandi. Og nú er hún tilbúin að deila þekkingu sinni með þér og leiðbeina þér á þinni leið að verða lífsþjálfi.

Sem lífsþjálfi menntaður frá Lífsþjálfaskólanum færðu greitt fyrir að hjálpa fólki að byggja upp sjálfstraust, losa sig við hindranir, ná markmiðum sínum og verða óstöðvandi.

Ef þú vilt ná nýjum hæðum, fjárhagslega, faglega og persónulega er Lífsþjálfaskólinnfyrir þig. 

Við erum í samstarfi við bæði Netgíró og Pei með greiðsludreifingar.