1 min read

Það er óhætt að segja að lúxusinn í lífi mínu komi vel fram þegar ég ferðast, en ég gisti aðeins á lúxushótelum. Ég hef gist á mörgum framúrskarandi hótelum út um allan heim og hér eru nokkur þeirra sem eru í uppáhaldi.

 
St. Regis í Róm
Einstakur lúxus og manni líður eins og maður búi í höll, umkringdur fegurð alls staðar. Við Ísabella dóttir mín ferðuðumst til Ítalíu í fyrra og gistum á þessu stórkostlega hóteli þar sem bókstaflega allt var 5 stjörnu! Hlökkum til að fara þangað aftur.

Taj Lake Palace, Udaipur á Indlandi
Indverskur vinur minn, og síðar elskhugi, bauð mér eitt sinn í stórkostlega ferð um Indland þar sem ég fékk að sjá allt það besta og fallegasta á Indlandi. Taj Lake Palace er eitt uppáhaldshótelið mitt í öllum heiminum, stórkostleg fegurð og saga. Það er byggt úr hvítum marmara og staðsett í miðju stöðuvatni! Mér leið eins og drottningu þegar ég sat á herbergissvölunum og borðaði morgunmatinn minn með útsýni yfir vatnið. Ég ákvað þá að þegar ég myndi gifta mig færi ég aftur þangað í brúðkaupsferð. Ég hlakka til að heimsækja þetta glæsihótel aftur - og þá ekki ein mín liðs.
 
The Bulgari Hotel í London
Nýverið gisti ég í svítunni á þessu nútímalega lúxushóteli í London. Þetta er stórkostlegt hótel og hugsað út í hvert einasta smáatriði. Þemað þar er tíska og skartgripir og með minn bakgrunn þótti mér að sjálfsögðu ótrúlega áhugavert að skoða sögu Bulgari merkisins.

 

Smella hér til að skrá mig í ókeypis áskrift af magasíninu Lífið með Lindu Pé. 

Smella hér til að skrá mig í prógrammið Lífið með Lindu Pé.