2 min read
Hvað er brún fita og hvernig getur hún hjálpað heilsunni?
Hér fyrr á öldum þurfti fólk oft að þola kulda í lengri tíma og varð að halda á sér hita með hreyfingu. En þess þurfum við varla lengur. Vel upphituð hús og bílar sjá um að halda hitastiginu réttu í umhverfinu svo okkur verður sjaldan kalt. Það er gott að búa við nútíma þægindi en öllu má ofgera.
Rannsóknir sýna að hlýjan og hitinn geta hægt og rólega haft slæm áhrif á heilsuna. Kuldinn er okkur nauðsynlegur, en hann sér til þess að svokölluð brún fita í líkamanum verði virkari og hún ernokkuð sem við getum ekki lifað án. Brún fita flokkast sem lífsnauðsynlegt líffæri og er andstæða hvítrar fitu. Brún fita eykst líkamanum þegar okkur verður kalt.
Fólk sem hefur ekki nóg af brúnni fitu er í meiri áhættu fyrir því að fá sykursýki og háþrýsting eða kljást við offitu. Í gegnum tíðina hefur orðið fita oft haft neikvæða merkingu og þótt vera eitthvað sem okkur finnst óæskilegt, eitthvað sem við viljum losa okkur við og jafnvel óttast.
Margir vilja ekki borða fitu og vilja ekki vera með fitu á líkamanum. En það er mikilvægt að læra að það finnst mismunandi fita í fæðu, bæði holl og óholl. Það er líka líka mismunandi fita á líkamanum: Hvít fita er ekki holl en brún fita er eitthvað sem við þurfum. Brún fita framleiðir hita í líkamanum og vinnur úr sykri og fitu sem við borðum. Eftir því sem við eldumst minnkar brúna fitan í líkamanum, alveg eins og vöðvar rýrna og bein þynnast. Með því að kæla líkamann höldum við brúnu fitunni við, alveg eins og þegar við lyftum þungum lóðum náum við að viðhalda vöðvunum.
Byrjaðu á því að ráðfæra þig við lækni eða sérfræðing um það hvort köld böð henti þér. Síðan er hægt er að byggja upp kuldaþol, hægt og rólega. Ekki byrja á því að reyna að pína þig í klakabaði í tíu mínútur í senn. Það er nóg að byrja bara með einni stuttri dýfu eða enda sturtuna með kaldri gusu. Þú getur byrjað að venja líkamann við kuldann smá saman og það getur haft ótrúlega kosti fyrir líkamann. Þörf er á meiri rannsóknum á mikilvægi brúnnar fitu, en danska vísindakonan Dr. Susanna Søberg er ein þeirra sem er að rannsaka mikilvægi brúnnar fitu og hvernig við getum virkjað hana betur. Hún hefur sýnt margar áhugaverða niðurstöður um hvernig sánubað og kæling á eftir getur styrkt heilsuna okkar. Í næsta magasíni ætlum við að kafa aðeins dýpra í það sem Dr. Susanna Søberg hefur verið að rannsaka og hvernig við getum virkjað brúnu fituna í líkamanum og þar með bætt heilsuna á margvíslega vegu.
Magasínið með Lindu Pé kemur á netfang áskrifenda á sunnudögum. Áskrift er ókeypis, smelltu hér til að skrá þig svo þú missir ekki af næsta Magasíni.